Vinir Hannesar mættu sem „full klæddir bjálfar“ á völlinn og studdu sinn mann

Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson á greinilega trygga aðdáendur sem styðja hann í gegnum súrt og sætt. Þrátt fyrir að Hannes væri ekki í leikmannahóp Qarabag sem mætti Arsenal í gærkvöldi mátti sjá stóran hóp manna klædda eins og Hannes í stúkunni. Sjáðu myndir af þeim félögum hér að neðan.

Meðal þeirra sem voru mættir á völlinn í gær var grínistinn Sólmundur Hólm en útbúnaður þeirra félaga hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum.

Ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson birti myndir af þeim félögum á Twitter þar sem skrifaði: „Full kit wanker nation veitir sínum mönnum stuðning gegnum súrt og sætt,“ en það að vera „Full kit wanker“ mætti hugsanlega þýða sem „Full klæddur bjálfi“

Geggjaðir!

Auglýsing

læk

Instagram