Vinnustaðarhrekkur á RÚV: Haukur Harðar gerði þau mistök að treysta vinnufélögunum

Íþróttafréttamaðurinn Haukur Harðarson sneri aftur úr fríi í dag. Hann bjóst eflaust við hlýjum móttökum en í staðinn blasti við honum allt dótið af skrifborðinu hans, kirfilega plasta á skrifborðsstólinn hans.

Sjá einnig: Sprenghlægilegur orkulúr Hauks Viðars vekur heimsathygli

Nútíminn kannaði málið og komst að því að smá tilfærslur eru í gangi á RÚV vegna útleigu á húsnæðinu í Efstaleiti. Haukur hafði komið tölvunni sinni fyrir á skrifborðsstólnum og beðið vinnufélaga sína um að plasta, svo það færi ekki allt á flug.

Þeir sögðu að hann gæti treyst þeim en pökkuðu svo öllu dótinu sem hann ætlaði að henda, ruslatunnunni, nokkrum bókum, klósettrúllu, sælgæti og fleira.

Haukur hugsar sig eflaust tvisvar um áður en hann treystir félögum sínum aftur.

Auglýsing

læk

Instagram