today-is-a-good-day

Vinsælasti fyrirlestur landsins snýr aftur

„Ég fæst við ýmsilegt en þetta er með því skemmtilegra sem ég geri, að fara í fyrirtæki svona að degi til og fíflast aðeins með fólk,“ segir grínistinn góðkunni Þorsteinn Guðmundsson.

Þorsteinn ætlar að dusta rykið af grínfyrirlestrinum Betri starfsmaður á 20 mínútum, þar sem hann kennir fólki að láta sér líða vel í vinnunni án þess að vera rekið. Fyrirlesturinn sló í gegn á sínum tíma og var vinsælasti fyrirlestur landsins.

Þetta er í grunninn sami fyrirlestur sem ég byrjaði með fyrir um 14 árum síðan og fór með í svona 200 fyrirtæki. Ég hef svo verið með aðra fyrirlestra í millitíðinni en ætla að dusta rykið af þessum, grafa upp gömlu slides-sýningarvélina sem ég tók með mér á alla þessa staði. Þetta er í rauninni uppistand með skýringum á tjaldi. Ég fékk góða vini mína og bróður minn til að sitja fyrir á myndum með mér á myndum á sínum tíma og Dagur Gunnarsson sem er núna orðinn landsfrægur ljósmyndari og dagskrárgerðarmaður á RÚV tók myndirnar.

Nánari upplýsingar um bókanir og annað má finna hér.

Auglýsing

læk

Instagram