Auglýsing

Virknin í eldgosinu nokkuð stöðug: Kvikuhólfið tæmist hraðar en flæðir inn í það

Áfram gýs á svæðinu norðaustan við Stóra-Skógfell. Síðustu sólahringa hefur virknin haldist nokkuð stöðug. Það eru tveir meginstrókar virkir sem eru nokkuð kröftugir að sjá. Hraun heldur áfram að flæða að mestu til norðvesturs en einnig til austurs. Megin straumurinn er til norðvesturs en framrás hans er mjög hæg.

Meiri jarðskjálftavirkni er að mælast eftir að gos hófst 22. ágúst en í fyrri gosum á svæðinu. Ástæðan fyrir því er líklega að nú gýs norðar og þar eigi eftir að losa meiri spennu en sunnar þar sem hefur gosið áður. Um 20 skjálftar mældust í kvikuganginum síðasta sólarhring og 110 skjálftar síðan á mánudag, 26. ágúst. Að mestu bundið við virka gossvæðið.

Ennþá er að mælast landsig í Svartsengi, en það hægir á því. Þetta er mjög svipuð þróun og í síðasta gosi. Kvikuhólfið er því enn að tæmast hraðar en flæðir inn í það.

Gasdreifingarspá í dag, fimmtudaginn 29. ágúst, er norðvestan 3-8 m/s og fer gasmengun í suðaustur. Snýst í vestan- og suðvestanátt í kvöld og þá blæs gasinu í austur og norðaustur yfir suðvestanvert landið. Á morgun er sunnan 10-15 (föstudag) og mengunin berst norður yfir Voga á Vatnsleysuströnd. Upplýsingar um loftgæði erað finna á vef Umhverfisstofnunar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing