today-is-a-good-day

Vísindakirkjan þrýsti á brotaþola að kæra ekki Danny Masterson, fjórar konur saka hann um nauðgun

Leikarinn Danny Masterson, sem flestir þekkja úr þáttunum That 70’s Show, hefur verið rekinn og skrifaður úr þáttunum The Ranch eftir að fjórar konur sökuðu hann um nauðgun.

Danny leikur ekki í fleiri þáttum en þættir sem hann hefur þegar leikið í verða þó gefnir út á næsta ári. Óvíst er hvort hann verði áfram einn af framleiðendum þáttanna. Netflix heldur áfram að framleiða þættina á næsta ári án hans.

Sjá einnig: Sex klikkaðar afhjúpanir í nýrri heimildarmynd um Vísindakirkjuna

Masterson og konurnar fjórar sem saka hann um nauðgun eru öll í Vísindakirkjunni. Samkvæmt frétt The Daily Beast um málið þrýsti Vísindakirkjan á brotaþolana um að leita ekki til lögreglunnar eða gera málin opinber. Málin hafa hins vegar verið kærð og á meðal sönnunargagna eru hljóðskrár, tölvupóstar sendir til og frá yfirmönnum Vísindakirkjunnar og handskrifað bréf þar sem Danny hótar brotaþola.

Sjálfur segist Danny í yfirlýsingu vera afar vonsvikinn yfir ákvörðun Netflix. „Ég hef neitað þessum ásökunum frá fyrsta degi. Ég hef aldrei verið ákærður fyrir glæp, hvað þá dæmdur,“ segir hann.

„Í þessu landi er maður saklaus uns sekt sannast. Í dag virðist maður hins vegar álitinn sekur um leið og maður er sakaður um glæp. Ég skil það og hlakka til að hreinsa nafn mitt í eitt skipti fyrir öll.“

Auglýsing

læk

Instagram