Vissi að Oscar Pistorious væri að segja satt

Hlauparinn Oscar Pistorious var í gær sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi. Refsingin verður tilkynnt 15. okbóter en talið er að hann verði dæmdur í fangelsi í sjö til tíu ár. Hamarksrefsingin er 15 ár.

Oscar Pistorious skaut fyrirsætuna Reevu Steenkamp, kærustuna sína, til bana í gegnum læsta baðherbergishurð 14. febrúar í fyrra. Hann hefur frá upphafi sagt að hann hafi talið sig vera að skjóta innbrotsþjóf.

Ebba Guðny Guðmundsdóttir, eða Pure Ebba, er vinkona Oscars sem var ellefu mánaða þegar báðir fætur hans voru fjarlægðir fyrir neðan hné vegna sjaldgæfs fæðingargalla. Hafliði, sonur Ebbu, fæddist með sama fæðingargalla þannig kynntust fjölskylda Ebbu og Pistorius, sem Ebba segir mikilvæga fyrirmynd fyrir Hafliða. Ebba er í viðtali í Fréttablaðinu í dag:

Ég held að aðalmálið fyrir Oscar og alla sem þykir vænt um hann sé að sannanir hafi leitt í ljós að hann var, alveg frá upphafi, að segja satt og rétt frá. Það er hræðilegt að þurfa að sitja undir því að hafa drepið einhvern viljandi, það er alveg nóg að bögglast við að reyna að lifa með því að hafa valdið dauða einhvers óviljandi.

Ebba segist hafa vitað frá upphafi að Pistorious væri að segja satt. „Þetta er ekkert einsdæmi í Suður-Afríku þó margir tali þannig. Við höfum búið þarna fjölskyldan. Það gerist alltof oft að fólk drepur maka eða fjölskyldumeðlim í misgripum fyrir innbrotsþjóf,“ segir hún. „Margir lifa í ótta og fréttir af fólskulegum árásum tröllríða miðlum þar ytra. Það er alltaf verið að ala á ótta, ótti selur, því miður. Fólki, sem er viðkvæmt eða ber eins og Oscar – fótalaus, frægur og ríkur, hættir til að taka svona fréttir mjög inn á sig og verða mjög hrætt.“

Smelltu hér til að lesa viðtalið við Ebbu.

Auglýsing

læk

Instagram