Vodafone og 365 miðlar hafa undirritað samning um kaup Fjarskipta á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Hinar keyptu eignir eru meðal annars fjarskipta-, sjónvarps- og útvarpsrekstur 365 miðla auk vefmiðilsins Vísis.
Kaupverð er á bilinu 3.125 til 3.275 milljónir króna.
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, lætur strax af störfum og tekur eigandi 365 miðla, Ingibjörg Pálmadóttir, við starfi hans á meðan Samkeppniseftirlitið fer yfir kaupin.
Örskýring: Vodafone ætlar að kaup 365 og hér er það útskýrt á mannamáli
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vofafone en greint er frá málinu á Vísi.
Í tilkynningunni segir að helstu sjónvarpsstöðarnar í kaupunum séu Stöð 2, Stöð 2 Sport, Stöð 3 og Bíórásin, helstu útvarpsstöðvar séu Bylgjan, FM957 og X-ið. Fréttastofa 365 miðla, að undanskilinni ritstjórn og rekstri Fréttablaðsins.
Áður hefur verið greint frá gangi viðræðnanna en helsta breytingin frá því sem áður hefur verið tilkynnt er að Vísir og fréttahluti ljósvakamiðla eru nú hluti af kaupunum sem hækkar kaupverð frá áður tilkynntum forsendum.