Willow Smith labbaði inn á foreldra sína í miðjum klíðum

Auglýsing

Willow Smith, dóttir Will og Jada Pinkett Smith labbaði inn á þau hjón þegar þau voru að njóta ásta. Þetta segir hún í nýjum spjallþætti Jada sem heitir Red Table Talk.

Umræðuefni þessa þáttar var kynlíf og Willow upplýsir móður sína og ömmu um að hennar fyrstu kynni af kynlífi hafi verið þegar hún labbaði inn á foreldra sína, þegar fjölskyldan var í fríi í Aspen.

Hún sagðist hafa verið á leiðinni niður í eldhús til að fá sér safa eina nóttina og séð inn í herbergi foreldra sinna þegar þau voru í miðjum klíðum.

Jada, móður hennar, var heldur betur brugðið og hafði ekki hugmynd um að dóttirin hefði séð þau.

Auglýsing

Jada spyr dóttur sína einnig hvernig henni finnist að tala um kynlíf við pabba sinn, Will Smith. Willow segir samræður þeirra feðgina alltaf mjög vitsmunalegar en ekki tilfinningalegar.

Í þættinum talar Jada einnig um að hún vissi nákvæmlega hvenær synir hennar, Trey og Jaden misstu sveindóminn. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram