Yolanda leigir á 240 þúsund en launin eru 230 þúsund: „Vona bara að leigan hækki ekki“

Yolanda Hibionada er frá Filippseyjum en hefur búið hér á landi í 20 ár. Yolanda segir frá starfi sínu í heimaþjónustu fyrir aldraða og lífinu á Íslandi í viðtalsröðinni „Fólkið í Eflingu.“

Ég á fjóra stráka en pabbi þeirra er dáinn. Síðar tók ég saman við æskuvin minn og bróður míns og við búum saman hérna á Íslandi og höfum gert í 20 ár.

Það var ekki auðvelt fyrir strákana mína tvo að flytja til Íslands og skilja eftir vini sína og læra nýtt tungumál, þeir voru þegar orðnir unglingar, á viðkvæmum aldri,“ segir Yolanda sem starfaði hjá Toppfisk í 15 ár áður en hún færði sig yfir í heimahjúkrun.

Þar fékk hún minna greitt en núna. „Ég fékk 10 þúsund króna hækkun á 15 árum, ég fékk í kringum 180 þúsund greitt fyrir fjörutíu tíma vinnuviku og náði kannski 200 þúsund ef það var yfirvinna,“ segir Yolanda.

Hún leigir íbúð fyrir 240 þúsund á mánuði. „Öll launin mín fara í að borga leiguna okkar, fyrir mig og manninn minn og son hans sem býr hjá okkur. Ég tel mig heppna af því íbúðin er rúmgóð og það eru margir sem borga meira, ég vona bara að leigan hækki ekki á næsta ári. Ég borga 240 þúsund í leigu að meðaltali, launin mín eru 230 þúsund eftir skatt, fyrir fimm daga vinnuviku, átta tíma á dag.“

Yolanda hefur ekki náð tökum á íslensku og ég verður hrygg þegar gamla fólkið sem hún sinnir í vinnunni reiðist vegna þess. „Ég skil ekki hvað þau eru að segja, þá hringi ég í frænku mína sem vinnur með mér og hún kemur og þýðir fyrir mig og það bjargast vanalega. Það eru annars bara nokkrir sem eru pirraðir út í mig, flestir sem búa hérna eru vinalegir,“ segir Yolanda.

Lestu viðtalið í heild hér að neðan

„Mamma flutti hingað þegar hún giftist stjúpa mínum, það má segja að hún hafi verið fyrsti landneminn úr okkar…

Posted by Fólkið í Eflingu on Þriðjudagur, 16. október 2018

Auglýsing

læk

Instagram