Zara Larsson og James Bay koma til Íslands með Ed Sheeran

Auglýsing

Ed Sheeran heldur tvenna tónleika á Laudardalsvelli næsta sumar en í dag var greint frá því að hann mun taka með sér tvo góða gesti til landsins. Um er að ræða sænsku poppstjörnuna Zöru Larsson og breska tónlistarmanninn James Bay. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live.

Sheeran heldur tónleika 10. og 11. ágúst næstkomandi. Það seldist upp á fyrri tónleikana á skotstundu en enn er hægt að tryggja sér miða á aukatónleikana 11. ágúst.

Búist er við því að um sextíu þúsund manns sjái Sheeran á Laugardalsvelli í sumar. Miðasalan fer fram á tix.is.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram