• Fréttir
    • Fólk
    • Pólitík
    • Útlönd
  • Myndbönd
    • Nútímafólk
    • Nútíminn
    • Grín
    • Namm
  • Matur
  • Alvarpið
    • Dagskrá og leiðbeiningar
    • Popp og fólk
    • Bíó Tvíó
    • Áhugavarpið
    • Eusebio
    • Englaryk
    • Eldri hlaðvörp
      • Sunnudagsleikhúsið
      • Viskíhlaðvarp Majó
      • Virðulegi forseti
      • Þjóðarskútan
      • Spinnipúkinn
      • Fólk er fífl
      • Á trúnó
      • Í kasti með Dr. Gunna
      • Útvarp Flatey
      • Trí ló gík
      • Ástin og leigumarkaðurinn
      • Ólíkindatólið
      • Sultukrukkudómurinn
      • Júpíter
      • Rými
      • Glerslíparinn
      • Cous Cous og föðurlandið
      • Eftir súpuna sérðu liti hafsins
      • Grínistar hringborðsins
      • Hlaðvarpið með Simon.is
      • Finndið
      • Ísland í dag, Satan
  • Örskýringar
  • Raddir
  • Fréttir
    • Fólk
    • Pólitík
    • Útlönd
  • Myndbönd
    • Nútímafólk
    • Nútíminn
    • Grín
    • Namm
  • Matur
  • Alvarpið
    • Dagskrá og leiðbeiningar
    • Popp og fólk
    • Bíó Tvíó
    • Áhugavarpið
    • Eusebio
    • Englaryk
    • Eldri hlaðvörp
      • Sunnudagsleikhúsið
      • Viskíhlaðvarp Majó
      • Virðulegi forseti
      • Þjóðarskútan
      • Spinnipúkinn
      • Fólk er fífl
      • Á trúnó
      • Í kasti með Dr. Gunna
      • Útvarp Flatey
      • Trí ló gík
      • Ástin og leigumarkaðurinn
      • Ólíkindatólið
      • Sultukrukkudómurinn
      • Júpíter
      • Rými
      • Glerslíparinn
      • Cous Cous og föðurlandið
      • Eftir súpuna sérðu liti hafsins
      • Grínistar hringborðsins
      • Hlaðvarpið með Simon.is
      • Finndið
      • Ísland í dag, Satan
  • Örskýringar
  • Raddir
Útlönd

Hótel hjólar í áhrifavald sem vildi fría gistingu: „Jesús kristur! Aldrei myndi ég biðja neinn um neitt frítt“

Elle óskaði eftir gistingu í skiptum fyrir kynningu á Youtube…

22 janúar, 2018, 11:00 | Nútíminn

Paul Stenson, framkvæmdastjóri Charleville Lodge hótelsins í Dublin, hjólaði opinberlega í áhrifavaldinn Elle Darby, sem sendi honum póst og óskaði eftir ókeypis gistingu í skiptum fyrir kynningu á Youtube-rás sinni. Paul notaði Facebook-síðu kaffihússins The White Moose Café til að birta skilaboð til Elle ásamt skjáskoti af pósti hennar til sín.

Í pósti sínum sagðist Elle vera með rúmlega 87 þúsund áskrifendur á Youtube ásamt 76 þúsund fylgjendum á Instagram. Hún sagðist vera á leiðinni til Dublin ásamt kærastanum sínum og óskaði eftir því að fá að gista frítt gegn því að kynna hótelið og starfsemi þess á samfélagsmiðlum sínum.

Paul var ekki hrifinn af póstinum frá Elle og sagði í færslu sinni á Facebook að það þyrfti mikinn kjark til að senda svona póst. „Ef ég leyfi þér að gista gegn því að birtast í myndbandinu þínu, hver á greiða starfsfólkinu sem sér um þig? Hver greiðir fólkinu sem þrífur herbergið? Þjónunum sem færa þér morgunverð? Fólkinu í möttökunni? Hver borgar fyrir hita og rafmagn á meðan þú gistir? Vatn? Kannski ætti ég að segja starfsfólki mínu að í stað þess að fá greitt muni þau birtast í myndbandinu þínu?“

Hann sagðist svo vera með samtals 186 þúsund fylgjendur á Facebook, 80 þúsund á Snapchat, 32 þúsund á Instagram og 12 þúsund á Twitter. „En Jesús kristur! Aldrei myndi ég biðja neinn um neitt frítt,“ bætti hann við. Paul hvatti hana svo til að borga fyrir gistinguna sína í framtíðinni og sagði hótel sem sjá hag sinn í að birtast í myndböndunum hennar geta uppfært herbergi hennar upp í svítur.

Elle birti í kjölfarið myndband þar sem hún segir framkvæmdastjórann hafa grillað sig og að hún skammist sín. „En ég vildi vel,“ sagði hún

Paul Stenson hefur í kjölfarið verið harðlega gagnrýndur fyrir afstöðu sína. Hefur honum verið bent á að hann geti litið á það sem markaðskostnað að leyfa áhrifavöldum að gista frítt og að það geti skilað sér í auknum viðskiptum.

Hann er þó ekki af baki dottinn og birti kaldhæðna afsökunarbeiðni þar sem hann þakkaði meðal annars fyrir kynninguna, sem fólst í því að fólk á internetinu sé að tala um hótelið hans.

Hér má sjá færsluna þar sem Paul hjólar í Elle

Dear Social Influencer (I know your name but apparently it’s not important to use names),Thank you for your email…

Posted by The White Moose Café on 16. janúar 2018

Og hér má sjá kaldhæðnu afsökunarbeiðnina

**OFFICIAL APOLOGY TO BLOGGERS**Dear bloggers,Following the incident today in which one of your members was clearly…

Posted by The White Moose Café on 16. janúar 2018

  • Facebook
  • Twitter




Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa:

Sólrún Diego hætt á Snapchat: „Munum öll fá pissulykt í sófana okkar“

Snapparinn Reynir Bergmann fór á skeljarnar í beinni á Snapchat: „Hún sagði já“

Aron Mola missti fimm ára gamla systur sína í hræðilegu slysi: „Maður lærir bara að lifa með þessu“





Leikarar leiklesa kommentakerfið: “Allt bara bölvaðar lofthænur”

Kona fer í stríð sópaði að sér verðlaunum á Eddunni

Áhorfendur húðflúruðu Almar

Sjónvarpsmarkaðurinn með Ingunni Láru og Vilhelm Neto

Fyrsta motion capture stúdíó á Íslandi

Kvik yndi svamlar í kviksyndi kvikmyndanna

Twitter sprakk þegar öflugt eldingaveður gekk yfir höfuðborgarsvæðið: „Tilvalið kvöld til að vekja skrímslið mitt til lífsins“

Ísrael lendir á tunglinu

Vilhelm Neto túlkar gengi íslensku krónunnar í fyndnasta myndbandi sem þú munt sjá í dag

Bára spáir í framtíðina á kvennadaginn

Þorsteinn og Þórhildur ræða þungunarrof í Sögu Þernunnar

Edda Björgvins um meðvirkni: „Þetta er sjúkdómur og getur drepið mann“

  • MEST LESIÐ

    • Leikarar leiklesa kommentakerfið: “Allt bara bölvaðar lofthænur”
    • Sjónvarpsmarkaðurinn með Ingunni Láru og Vilhelm Neto
    • Fyrsta motion capture stúdíó á Íslandi
    • Fékk styrk til að læra bakarann og útskrifaðist úr Le Cordon Blue: ...
    • Íslandsmót kaffibarþjóna haldið á laugardaginn
  • VIKAN

    • Sautján vinsælustu og fyndnustu tíst vikunnar!
    • Twitter sprakk þegar öflugt eldingaveður gekk yfir höfuðborgarsvæðið: „Tilvalið kvöld til að vekja skrímslið mitt til lífsins“
    • Vantar þig vinnu? Við erum að leita að nýjum og skemmtilegum pennum!
    • Vilhelm Neto túlkar gengi íslensku krónunnar í fyndnasta myndbandi sem þú munt sjá í dag
    • Fékk styrk til að læra bakarann og útskrifaðist úr Le Cordon Blue: „Þegar ég baka þá er ekkert nema ánægja sem flæðir yfir mig“

Örskýringar

Örskýring: Pálmatré…í Reykjavík?

Örskýring: Afhverju eru allir að tala um málverk Jóns Gnarr?

Örskýring: Afhverju eru áhrifavaldar í fýlu við Neytendastofu?

Meira

Ekki missa af þessum

Sjónvarpsmarkaðurinn með Ingunni Láru og Vilhelm Neto

Vilhelm Neto túlkar gengi íslensku krónunnar í fyndnasta myndbandi sem þú munt sjá í dag

Þorsteinn og Þórhildur ræða þungunarrof í Sögu Þernunnar

Þegar Óttarr Proppé gagnrýndi “Illmatic”

Vantar þig vinnu? Við erum að leita að nýjum og skemmtilegum pennum!

Nútíminn

Auglýsingar
Um Nútímann

Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...