Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi í vikunni frá sér tilkynningu þar sem hún varar fólk við að opna póst sem virðist vera sendur frá lögreglunni. Í póstinum eru viðtakendur boðaðir í skýrslutöku á lögreglustöðinni á Hverfisgötu vegna ótilgreinds máls. Daði Gunnarsson rannsóknarlögreglumaður segir í samtali við Vísi.is að mörgum hafi brugðið við að fá póstinn.
„Fólki var eðlilega brugðið, þetta virtist koma frá lögreglu og fólk vissi ekki til þess að hafa brotið af sér og skildi ekki hvað málið var,“ segir Daði í samtali við Vísi.
Daði segist ekki vita hversu margir féllu í gildruna en hann segir hátt í hundrað manns hafi haft samband við lögreglu vegna málsins.
Viðvörun lögreglu
Svikapóstur sem er látinn líta út fyrir að koma frá lögreglunni virðist vera að fara mjög víða í kvöld. Við biðjum fólk…
Publicado por Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu em Sábado, 6 de outubro de 2018