Keyrt var á tvo menn og einn hund á Glerárgötu síðdegis í dag. Annar mannanna var gangandi en hinn var á hjóli. Ekki er vitað nákvæmlega um ástand þeirra en annar þeirra er að minnsta kosti kominn til meðvitundar.
Nánari umfjöllun um slysið má finna á norðlenska vefmiðlinum Kaffið.is.