Gestur Ragnars í Áhugavarpinu að þessu sinni er góðvinur Alvarpsins, Hugleikur Dagsson, sem hefur gert garðinn frægan í teiknimyndasögugerð og uppistandi.
Fyrir stuttu fór Hugleikur ásamt Ara Eldjárn á uppistandshátíð í Finnlandi. Ragnar slóst með í för og tók upp heimildarmynd í leiðinni sem verður frumsýnd næstkomandi sunnudag á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg á Patreksfirði.
Sjá einnig: Hvað er Alvarpið og hvernig hlusta ég?
Hugleikur átti gott spjall við Ragnar um feril sinn, uppistandið, nördaskap og af hverju stelpur laðast að drullusokkum.
Gjörið svo vel!
Áhugavarpið nr. 34 – Kitty Von-Sometime by Alvarpið on Mixcloud
Í þættinum minnast þeir félagar á hlaðvarp sem tekið birtist á Alvarpinu í fyrra, þegar Ari, Hugleikur og Ragnar ferðuðust á milli borga í Finnlandi í gríntúr. Þættirnir hétu Finndið, eins og heimildarmynd Ragnars, og þá má heyra hér: