Einfaldur og dásamlega góður teriyaki kjúklingaréttur

Hráefni:

3 kjúklingabringur skornar í bita

1 meðalstórt brokkolí skorið í bita og létt-soðið í vatni

1 msk olía

Teriyaki sósa:

  • 3 msk kókossykur eða annar sykur

  • 2 tsk maíssterkja

  • 2 hvítlauksgeirar, rifnir niður

  • 1 msk sesamolía

  • 1 tsk rifið engifer

  • 1/2 tsk sesamfræ

  • 1/2 dl sojasósa

Aðferð:

1. Hrærið öllum hráefnum í sósuna saman í skál.

2. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn þar til hann er eldaður í gegn og farinn að taka á sig gylltan lit. Bætið næst sósunni út á pönnuna og hrærið vel í 1-2 mín eða þar til sósan fer að þykkna. Blandið þá brokkolí saman við og blandið vel saman. Berið fram með hrísgrjónum og sáldrið sesamfræjum yfir.

Auglýsing

læk

Instagram