Risarækjur í rjómasósu með hvítlauk og parmesan sem tekur enga stund að græja!

Hráefni:

  • 6 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 1 1/2 dl parmesan rifinn niður
  • 2 msk smjör
  • 1 msk ólívuolía
  • 500 gr risarækjur
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 1 1/2 dl þurrt hvítvín eða kjúklingasoð
  • 3 dl rjómi
  • 2 msk fersk steinselja söxuð niður

Aðferð:

1. Hitið olíu á pönnu, á meðalhita. Steikið rækjurnar í um 1-2 mín á hvorri hlið og kryddið til með salti og pipar. Leggið til hliðar.

2. Bræðið smjör á sömu pönnu og steikið hvítlaukinn í 30 sek. Hellið þá hvítvíni (eða kjúklingasoði) á pönnuna og leyfið þessu að malla í nokkrar mín. Næst fer rjómi saman við ásamt parmesan og þetta látið malla áfram í nokkrar mín, þar til sósan fer að þykkna. Kryddið til með salti og pipar.

3. Setjið rækjurnar út í sósuna ásamt steinselju. Berið fram með hrísgrjónum,  pasta eða ristuðu brauði.

Auglýsing

læk

Instagram