Avocado eggjasalat

Auglýsing

Þetta eggjasalat er ekki bara einfalt heldur líka bæði hollt og hrikalega gott. Mæli með því á t.d. ristað súrdeigsbrauð eða á hrökkkex.

Hráefni:

1 stórt þroskað avocado

3 harðsoðin egg

Auglýsing

2 msk majónes

2 msk rauðlaukur smátt saxaður

1 tsk lime safi

3-4 basilikulauf smátt söxuð (má sleppa)

salt og pipar

Aðferð:

Eggin og avocadoið eru skorin smátt og allt hráefnið síðan sett saman í skál og hrært vel saman. Salt og pipar eftir smekk.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram