today-is-a-good-day

Samloka með bragðmiklum osti, hrærðum eggjum og pestói

Hráefni í 2 samlokur:

  • 4 stór egg
  • sjávarsalt
  • 4 msk smjör við stofuhita
  • 4 sneiðar súrdeigsbrauð
  • 1 dl cheddar ostur
  • 1 dl havarti ostur ( eða annar bragðmikill ostur)
  • 1 dl basil pestó
  • 2 msk saxaður graslaukur (má sleppa)
  • smá hunang eða agave sýróp
  • chilli flögur

Aðferð:

1. Hrærið eggin saman í skál með smá salti.

2. Bræðið 1 msk af smjöri á pönnu. Hellið eggjunum á pönnuna og hrærið varlega í þeim á meðan þau eldast í um 2 mín. Færið þau yfir á disk og dreifið örlítið af chilli flögum yfir þau.

3. Smyrjið aðra hliðina á brauðsneiðunum með smjöri, þetta verður ytri hliðin á samlokunni. Smyrjið hina hliðina með pestói, dreifið ostinum yfir, næst eggjunum og lokið samlokunum.

4. Leggið næst samlokurnar á heita pönnuna og steikið þær þar til þær verða fallega gylltar, eða um 4 mín á hvorri hlið. Setjið í lokin örlítið hunang eða agave sýróp yfir samlokurnar ásamt graslauk og sjávarsalti.

Auglýsing

læk

Instagram