today-is-a-good-day

Taco Tuesday: Einfaldar og dásamlegar kjúklinga-tacos

Hráefni:

  • 500 gr eldaður kjúklingur, rifinn niður
  • 1/2 dl sojasósa
  • 1/2 dl hrísgrjónaedik
  • 1/2 dl hunang
  • 2 msk chilli mauk
  • 3 cm engiferbiti rifinn niður
  • 4 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 1 dl ferskt kóríander, saxað
  • 8 tortillur litlar, hægt að nota stórar og skera minni tortillur úr þeim
  • 1 mango, skorið í teninga
  • rifnar gulrætur, skorið kál, gúrka skorin í strimla, fetakubbur mulinn niður,

Tómat-sesam salsa

    • 6 tómatar
    • 3 vorlaukar
    • 2 msk chilli mauk
    • 2 msk sesamolía
    • 2 msk hrísgrjónaedik
    • 2 msk sojasósa
    • safinn úr 2 lime
    • 1 dl ferskt kóríander saxað niður
    • 1 msk ristuð sesamfræ

Aðferð:

1. Setjið í pott, sojasósu, hrísgrjónaedik, hunang, chillimauk, engifer og hvítlauk. Náið upp vægri suðu og leyfið þessu að malla í stutta stund áður en eldaði kjúklingurinn fer saman við. Mallið áfram í 1-2 mín eftir að kjúklingurinn fer í pottinn. Í lokin fer 1 dl af kóríander saman við.

2. Á meðan þetta mallar í pottinum útbúum við salsa. Skerið tómatana í tvennt og raðið þeim á ofnplötu ásamt vorlauknum. Bakið í 200 gráðu heitum ofni í 3-5 mín eða þar til þetta er orðið vel mjúkt.

3. Setjið tómatana og laukinn ásamt chillimauki, sesamolíu, hrísgrjónaedik, sojasósu, limesafa og kóríander í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota. Hrærið sesamfræin saman við eftir á.

4. Hitið tortillur og raðið í þær grænmetinu, kjúklingi og toppið með salsa, mangóbitum og fetaosti

Auglýsing

læk

Instagram