Einfalt og spicy kjúklinga pad thai

Auglýsing

Hráefni:

 • 120 gr hrísgrjónanúðlur
 • 3 msk bragðlaus olía til steikingar
 • 250 gr kjúklingur, skorinn í litla strimla
 • 1/2 rauð paprika, skorin í mjóar ræmur
 • 1/2 dl gulrætur, skornar í mjóar ræmur
 • 2 hvítlauksgeirar, rifnir niður
 • 1 egg, hrært upp
 • 1 vorlaukur, skorinn niður
 • 1/2 dl salthnetur, saxaðar gróft
 • 2 msk ferskt kóríander, saxað

Sósan:

 • 2 msk púðursykur
 • 1 msk sojasósa
 • 1 msk fiskisósa
 • 1 msk lime safi
 • 1 msk hrísgrjóna edik
 • 1 msk hnetusmjör
 • 1 msk Sriracha eða chillimauk
 • ¼ tsk engifer
 • ⅛ tsk svartur eða hvítur pipar

Aðferð:

1. Eldið núðlurnar eftir leiðbeiningum á umbúðum. Eftir suðuna eru þær skolaðar með köldu vatni, vatnið sigtað frá og núðlurnar settar í skál með 1 msk af olíu. Leggið til hliðar.

Auglýsing

2. Blandið öllum sósu hráefnum saman í meðalstóra skál. Hrærið vel saman og leggið til hliðar.

3. Hitið eina msk af olíu á stórri pönnu. Steikið kjúklinginn í 3-4 mín eða þar til hann er eldaður í gegn. Færið hann yfir á disk eða fat. Hitið aftur 1 msk af olíu á sömu pönnu og steikið paprikuna í 1 mín. Bætið þá gulrótum og hvítlauk og steikið áfram í 1 mín. Lækkið örlítið hitann og hellið egginu á pönnuna og hrærið stöðugt í því þar til það er klárt.

4. Hellið núna sósunni á pönnuna ásamt núðlunum. Blandið öllu vel saman og hrærið vel í þessu í 1-2 mín á meðan núðlurnar hitna vel í gegn. Bætið næst kjúklingnum, vorlauknum og hnetunum og leyfið þessu blandast vel saman í um 2-3 mín. Smakkið þetta til og bætið við því sem þarf, meiri chilli sósu, sojasósu eða jafnvel smá lime. Toppið með ferskum kóríander áður en borið er fram!

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Rocky road bitar með Rolo súkkulaði

Rocky road bitar með Rolo súkkulaði

Bakaður brie með beikoni og döðlum

Bakaður brie með beikoni og döðlum

Franskar makkarónur með lime

Franskar makkarónur með lime

Besta bananabrauðið

Besta bananabrauðið

Instagram