Ferskt tómatsalat með mozzarella, hvítlauk og basilku

Auglýsing

Hráefni:

  • 4-5 tómatar skornir í sneiðar
  • 85 ml extra virgin ólívuolía
  • 2 msk balsamic edik
  • 1 msk hunang eða hlynsýróp
  • 2 msk smátt saxaður rauðlaukur
  • 1 hvítlauksgeiri rifinn niður
  • 1 msk söxuð fersk steinselja (plús smá auka til skrauts)
  • 1 msk söxuð fersk basilika (plús smá auka til skrauts)
  • 1 mozzarella kúla, skorin í bita
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

1. Raðið tómatsneiðunum á fallegan disk eða fat.

2. Takið krukku og blandið saman olíu, balsamic, hunangi, rauðlauk, hvítlauk, steinselju, basiliku, salti og pipar, setjið lokið á krukkuna og hristið vel. Það má líka setja þetta allt í skál og hræra vel saman. Hellið blöndunni næst yfir tómatana.

Auglýsing

3. Setjið plastfilmu yfir diskinn og leyfið þessu að marinerast í 2 – 3 tíma, við stofuhita eða inni í kæli. Rétt áður en þetta er borið fram er mozzarella bitunum dreift yfir þetta ásamt steinselju og basilliku. Verði ykkur að góðu!

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Heimsins bestu súkkulaði Brownies

Sítrónukaka með rjómaostakremi

Sítrónukaka með rjómaostakremi

Ostabrauðstangir með hvítlauk

Pylsuréttur í brauði

Instagram