Fetaosta ídýfa – Frábær sem millimál, forréttur eða meðlæti!

Þessi kemur mjög á óvart. Gott er að bera hana fram með ristuðu pítubrauði, skera það í sneiðar og dýfa því. Góð sem snakk, forréttur eða meðlæti með mat.

Hráefni:

  • 1 heill kubbur fetaostur
  • 220 gr mjúkur rjómaostur
  • 1 dl hrein jógúrt
  • 1/2 dl extra virgin ólívuolía
  • 2 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • safinn og börkurinn rifinn niður af 1 sítrónu
  • Oreganó til skrauts

Aðferð:

1. Blandið fetaosti, rjómaosti og jógúrt saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota þar til blandan er silkimjúk.

2. Bætið ólívuolíu, hvítlauk, sítrónu berki og safa saman við og blandið vel saman

3. Færið dýfuna yfir í skál og toppið hana með oreganó og smá ólívuolíu. Berið fram með pítubrauði eða jafnvel niðurskornu grænmeti.

Auglýsing

læk

Instagram