Auglýsing

Gestgjafinn: Stökkar kjúklingabaunir með kínóa og sumac-vínagrettu

Bragðið af sumac-vínagrettunni einkennir þetta salat en kryddið er gert úr þurrkuðum, djúprauðum sumac-berjum sem eiga sér langa sögu í matargerð víða um heim. Kjúklingabaunirnar verða stökkar í ofninum. Dökkt kínóa passar mjög vel í salöt því það er grófara og heldur sér betur með kálinu heldur en það ljósa, þótt bæði virki vel.

 

SUMAC-VÍNAGRETTA
1/2 msk. Sumac-krydd frá Kryddhúsinu
1/4 bolli hágæða lífræn ólífuolía
1/4 lífrænt eplaedik

Blandið hráefninu saman.

2 dósir lífrænar kjúklingabaunir
1 msk. hágæða olía eftir smekk
salt og pipar
1 bolli dökkt kínóa
1 salathaus frá Vaxa
1 rauðlaukur, skorinn fínt
lúka fersk mynta, fínt skorin

Hitið ofninn á 180°c, blástur. Sigtið og skolið kjúklingabaunirnar vel. Komið þeim fyrir í eldföstu móti eða ofnskúffu þar sem auðvelt er að dreifa úr þeim. Hellið einni matskeið af olíu yfir baunirnar, saltið og piprið. Bakið í u.þ.b. 25 mínútur eða þar til gylltar og stökkar.

Sjóðið kínóa samkvæmt leiðbeiningum. Sigtið og skolið vel. Blandið stökkum kjúklingabaununum, kínóa og vínagrettunni, saman ofan á kálið frá Vaxa. Toppið salatið með rauðlauk og fullt af ferskri myntu.

Umsjón/ Arna Engilbertsdóttir
Mynd/ Rakel Rún
Stílisti/ Guðný Hrönn

Úr Gestgjafanum

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing