Gratíneraðar kjötbollur í tómatlagaðri sósu

Bragðgóður og einfaldur réttur sem allir í fjölskyldunni elska. Við mælum með þessum í kvöld!

Bollurnar:

500 gr nautahakk

1 egg

2 msk möndlumjöl ( eða hveiti )

4 msk rifinn parmesan

1 tsk steikar krydd

salt og pipar

Sósan:

1 dós hakkaðir tómatar

1/3 teningur kjötkraftur

1 tsk goodgood sýróp eða önnur sæta

salt og pipar

Aðferð:

1. Ofninn hitaður í 180 gr.

2. Allt hráefnið sem fer í bollurnar er sett í skál og blandað vel saman.

3. Síðan mótar maður úr þessu litlar bollur og raðar á ofnplötuna og svo inní ofn í 15 mín eða þar til bollurnar eru farnar að brúnast.

4. Á meðan bollurnar eru í ofninum setur maður allt hráefnið sem fer í sósuna á pönnu og lætur malla vel.

5. Kjötbollurnar fara síðan útí sósuna þegar þær koma úr ofninum. Ef þú ert með pönnu sem má fara inní ofn þá er ekkert að gera nema setja yfir þetta rifinn ost, t.d. mozzarella og láta pönnuna í ofninn þar til osturinn er vel bráðinn. Ef pannan þolir ekki að fara í ofninn má líka færa þetta í eldfast mót áður en osturinn fer yfir og svo í ofninn.

Borið fram með spaghetti og vel af ferskum parmesan. Verði ykkur að góðu!

Auglýsing

læk

Instagram