Grillaðar kjúklingabringur í sætri chilli marineringu

Hráefni:

  • 2 dl sweet chili sósa
  • 1/2 dl sojasósa
  • 1/2 dl eplaedik
  • 3 msk olía
  • 1/2 dl lime safi
  • 2 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 1 msk rifið engifer
  • Salt og pipar
  • 1 kg kjúklingabringur

Aðferð:

1. Setjið allt hráefnið, nema kjúklinginn, í stóran poka og blandið þeim vel saman.

2. Lemjið kjúklingabringurnar létt með kjöthamri og setjið þær í pokann með marineringunni. Leyfið pokanum að standa inni í ísskáp í minnst 2 klst.

3. Grillið kjúklinginn í um 3-4 mín á hvorri hlið. Gott er að hella afgangs marineringunni yfir kjúklinginn á grillinu. Takið hann af grillinu og leyfið honum að standa í um 5 mín áður en hann er borinn fram.
Auglýsing

læk

Instagram