Frábært heimalagað granóla!

Hér er á ferðinni sjúklega gott og nokkuð hollt (má skipta súkkulaðinu út fyrir sykurlaust súkkulaði) granóla sem öllum finnst gott. Frábært út á gríska jógúrt, eftirréttinn eða bara með ískaldri mjólk. 

Hráefni:

5 dl hafrar

1 dl kókosmjöl

1/2 dl hnetusmjör

1/4 dl sæta í fljótandi formi (t.d. hunang, agave sýróp eða goodgood sýróp)

1/2 tsk kanill

1/4 tsk salt

1 msk vanilludropar

1 msk bragðlaus olía eins og t.d. kókosolía

1 dl dökkt súkkulaði saxað í bita

Aðferð:

1. Hitum ofninn í 180 gráður og setjum bökunarpappír á plötu.

2. Dreifum úr höfrunum á plötuna og bökum í um 10 mínútur.

3. Á meðan hafrarnir eru í ofninum þá setjum við kókosmjöl, kanil og salt í skál og bætum svo höfrunum saman við þegar þeir koma úr ofninum.

4. Hitum síðan olíuna, hnetusmjörið, sýrópið og vanilludropana örlítið í potti og hrærum þessu vel saman. Alls ekki hita of mikið bara örlítið svo þetta blandist vel.

5. Síðan hellum við þessu saman við hafrablönduna og mixum vel saman. Gott er að nota hendurnar svo þetta blandist nú vel.

6. Dreifum þessu á ofnplötuna og bökum í um 15-20 mín eða þar til þetta verður vel gyllt og fallegt.

7. Þegar þetta kemur úr ofninum látum við þetta standa í örlitla stund áður en við blöndum saxaða súkkulaðinu saman við.

Þetta mun líklega klárast hratt en annars geymist þetta vel í loftþéttum umbúðum í c.a. viku.

Auglýsing

læk

Instagram