Heimalagað guacamole

Auglýsing

Mitt allra uppáhalds “nasl” yfir sjónvarpinu er alvöru guacamole á stökkum nachos flögum. Hér er einföld uppskrift sem tekur einungis nokkrar mínútur að útbúa. Best er þó að undirbúa þetta aðeins fyrr og leyfa þessu að standa í kæli í um 1 klst áður en þið byrjið að njóta!

Hráefni:

3 meðalstór avocado stappað

3 msk fínt saxað kóríander

Auglýsing

2 tómatar saxaðir

1 rauðlaukur smátt saxaður

1 hvítlauksgeiri rifinn niður

Safinn úr 1 lime

salt, pipar, og cayenne pipar eða chilli eftir smekk

Öllu stappað vel saman í skál og lok sett yfir og inní kæli í 1 klst (má sleppa því og borða þetta strax en hitt er betra)

 

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Hægeldaðir lambaskankar

Alvöru Spaghetti Bolognese

Kjúklinga Alfredo Pizza

Spaghetti Carbonara

Instagram