Hin fullkomna helgar-samloka!

Hráefni:

  • 4 msk smjör
  • 3 msk hveiti
  • 4 dl mjólk
  • 1/4 tsk salt
  • 1/8 tsk pipar
  • 1/8 tsk múskat
  • 2 dl rifinn cheddar ostur
  • 1/2 dl rifinn parmesan, plús meira til skrauts
  • 8 þykkar sneiðar franskbrauð
  • 4 tsk dijon sinnep
  • 4 egg
  • 16 sneiðar parmaskinka
  • 1 msk saxaður ferskur graslaukur

Aðferð:

1. Bræðið 3 msk smjör í potti. Þegar smjörið hefur bráðnað er hveitinu hrært saman við. Næst er mjólkin hrærð saman við og þessu leyft að malla á vægum hita í um 5 mín. Takið af hitanum.

2. Kryddið sósuna til með salti, pipar og múskati. Hrærið ostinn saman við og leyfið þessu að malla þar til osturinn hefur bráðnað vel saman við sósuna.

3. Hitið ofninn (á grill stillingu), og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

4. Leggið 4 brauðsneiðar á ofnplötuna. Smyrjið 1 tsk af dijon sinnepi á hverja sneið. Toppið hverja sneið með 2 parmaskinusneiðum og 1 msk af sósu. Toppið með brauðsneið og smyrjið hverja samloku með 2-3 msk af sósu.

5. Setjið ofnplötuna inn í ofn, beint undir grillið, þar til sósan tekur á sig fallega gylltan lit. Slökkvið á grillinu og færið samlokurnar neðar í ofninum.

6. Hitið restina af smjörinu á pönnu og steikið eggin. Toppið hverja samloku með 1 eggi og 2 sneiðum af parmaskinku. Rífið parmesan yfir og toppið með graslauk.

Auglýsing

læk

Instagram