Hollari gulrótarkaka

Auglýsing

Hráefni:

Kakan

3 dl möndlumjöl ( hægt að kaupa tilbúið eða mala sjálfur möndlur í matvinnsluvél )

2 msk kókoshveiti

Auglýsing

1 dl Sweet like sugar sýróp frá goodgood

4 egg

5 msk mjúkt smjör

2 msk ósæt möndlumjólk ( eða rjómi )

1 msk lyftiduft

1,5  tsk kanill

1 tsk vanilludropar

1 dl gulrót rifin fínt með rifjárni

Kremið

120 gr mjúkur rjómaostur

2 msk mjúkt smjör

1 msk rjómi

1 tsk vanilla

1 dl sukrin melis “flórsykur”

1 msk sítrónusafi

Aðferð:

1. Þeyta smjörið og “sykurinn” vel saman ( þetta má gera bæði í höndunum eða í hrærivél ).

2.  Hræra síðan síðan eggjunum, möndlumjólkinni og vanillu saman við .

3. Blanda þurrefnunum saman við blönduna og síðast rifnu gulrótinni.  Allt hrært vel saman.

4. Hella þessu í smelluform og baka við c.a. 185 gráður í 20 mín.

Á meðan kakan er í ofninum er gott að byrja á kreminu:

1. Þeyta rjómaostinn vel saman við smjörið (gott er að hafa bæði ostinn og smjörið við stofuhita svo þetta verði ekki kekkjótt).

2. Næst er  “ flórsykrinum “ og vanilludropunum hrært vel saman við.

3. Síðast er rjómanum og sítrónusafanum bætt saman við og hrært þar til þetta verður að silkimjúku kremi. Gott að láta kremið standa í ísskapnum á meðan kakan kólnar. 

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Rocky road bitar með Rolo súkkulaði

Rocky road bitar með Rolo súkkulaði

Bakaður brie með beikoni og döðlum

Bakaður brie með beikoni og döðlum

Franskar makkarónur með lime

Franskar makkarónur með lime

Besta bananabrauðið

Besta bananabrauðið

Instagram