today-is-a-good-day

Hressandi uppskrift að heimagerðu Maltesers

Höfundur er Lilja Katrín Gunnarsdóttir og kemur uppskriftin frá Blaka.is

 

Það væri ekkert gaman að lífinu ef maður leyfði sér ekki smá munað endrum og eins. Mitt framlag í téðan munað er heimagert Maltesers. Ójá, það er hægt að búa þessar dýrindiskúlur til heima!

Ekki datt mér í hug að ég gæti nokkurn tímann búið þetta lostæti til sjálf, en með smá rannsóknarvinnu og nokkrum misgóðum tilraunum tókst það! Þetta er smá maus en vel þess virði!

Þessi uppskrift birtist upprunalega í bókinni minni, Minn sykursæti lífsstíll, og var það snillingurinn Sunna Gautadóttir sem festi þennan unað á filmu.

Leyfið ykkur smá – leikið ykkur mikið!

 

Heimagert Maltesers
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 100°C og setjið smjörpappír á 2 ofnplötur.
  2. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær freyða og bætið þá sykrinum varlega saman við í einni bunu. Stífþeytið síðan eins og um marengs sé að ræða, í 10-15 mínútur.
  3. Bætið malt bragðefninu saman við á meðan þið þeytið. Hættið síðan að þeyta, dembið flórsykrinum í gegnum sigti til að losna við köggla og blandið flórsykrinum varlega saman við marengsinn með sleif eða sleikju.
  4. Setjið blönduna í sprautupoka eða plastpoka sem búið er að klippa eitt hornið af. Sprautið agnarsmáum kúlum á ofnplötuna en mér finnst gott að hafa kúlurnar minni en ég held því þær verða meiri um sig þegar búið er að súkkulaðihúða þær.
  5. Setjið plötuna inn í ofninn í miðjuna og bakið í 1 klukkustund. Takið plötuna út úr ofninum og leyfið kúlunum að kólna.
  6. Ég mæli með því að fara strax í að súkkulaðihúða kúlurnar þegar þær hafa kólnað því þær eru stökkastar nýkomnar úr ofninum. Innan nokkurra klukkustunda hafa þær dregið í sig raka og eru ekki eins stökkar.
  7. Bræðið því súkkulaðið og notið skeið eða gaffal til að velta kúlunum upp úr súkkulaðinu. Raðið þeim á smjörpappír og reynið að sýna þolinmæði á meðan súkkulaðið storknar. Ég veit, það er mjög erfitt þegar þessar litlu dúllur eru annars vegar!
Auglýsing

læk

Instagram