Hunangsristaðir sætkartöflubátar

Auglýsing

Hráefni:

  • 2 sætar kartöflur skornar í sneiðar
  • 2 msk hunang
  • 2 msk ólívuolía
  • 1/2 tsk sjávarsalt
  • 1 tsk saxað ferskt rósmarín
  • 1 tsk saxað ferskt timjan
  • 1 tsk saxað ferskt dill (má sleppa)

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Setjið kartöflurnar í stóra skál. Takið litla skál og hrærið saman hunangi og ólívuolíu. Hellið næst hunangsblöndunni yfir kartöflubátana ásamt fersku kryddjurtunum og hristið þetta vel saman. Dreifið úr kartöflubátunum á ofnplötuna og kryddið með salti.

Auglýsing

3. Bakið þetta í 20 mín, snúið þeim þá við og bakið áfram í 15-20 mín. Gott er setja grillið á síðustu 2-3 mín en þá kemur skemmtilegt karamellukennt bragð af kartöflunum.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram