Ítölsk Bruschetta

Auglýsing

Auðveldur og frábært smáréttur!

Hráefni:

  • Baquette brauð ská-skorið í sneiðar
  • 2 hvítlauksgeirar rifnir niður eða skornir mjög smátt
  • 1 dl rjómaostur eða jafnvel rifinn fetaost kubbur, bara þinn uppáhalds ostur
  • 1 1/2 msk ólívuolía
  • 10 litlir tómatar
  • 2 dl fersk basilika söxuð niður
  • Capers eftir smekk ( má sleppa )
  • Balsamic edik, til þess að toppa með
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

1. Ristið brauðsneiðarnar á pönnu eða í ofni. Takið til hliðar og dreifið hvítlauk yfir. Ostinum er næst smurt eða dreift yfir sneiðarnar.

Auglýsing

2. Skerið tómatana niður í skál ásamt ólívuolíu, basiliku og capers. Blandið saman og kryddið til með salti og pipar. Dreifið þessu yfir brauðsneiðarnar. Toppið með smá balsamik ediki og meiri ólívuolíu.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram