Pizza með kjúklingi og rjómaosta-parmesansósu!

Hráefni:

  • 1 pizza deig
  • 1 dl rjómi
  • 1.5 msk smjör
  • 2 tsk rjómaostur
  • 2 msk rifinn parmesan
  • hvítlaukskrydd
  • 5 dl rifinn mozzarella
  • 2 dl eldaður kjúklingur skorinn í bita
  • 2 dl saxað spínat
  • eldað beikon, vel stökkt og skorið í bita, (má sleppa en mæli með)

Aðferð:

1. Byrjum á að gera Alfredo sósu. Þá setjum við smjör, rjóma og rjómaost í lítinn pott og hrærum vel. Þegar suðan kemur upp leyfum við þessu að malla í um 1 mín. Bætum þá parmesan og hvítlaukskryddi og leyfum þessu að malla á lágum hita í um 10 mín.

2. Deigið er næst flatt út og toppað með alfredo sósunni, mozzarella, spínati og beikoni.

3. Bakið í um 8-10 mín á 200 gráðum.

Auglýsing

læk

Instagram