Kjúklinga og avocado vefjur

Auglýsing

Hér er tilvalið að nota afgangs kjúkling frá kvöldinu áður, hvort sem það eru afgangs bringur eða af heilum kjúklingi. Það tekur enga stund að útbúa vefjurnar og þær má síðan setja í ofninn, pönnuna eða mínútugrillið.

Hráefni:

 • 4 Tortilla kökur 
 • 300-400 gr afgangskjúklingur, rifinn eða skorinn niður
 • 1 stórt avocado skorið í bita
 • 2 1/2 dl bragðmikill ostur að eigin vali, rifinn niður
 • 1/2 dl heimalöguð salsa ( uppskrift hér fyrir neðan)
 • 1/dl sýrður rjómi eða grísk jógúrt
 • 2 msk saxað kóríander

Salsa:

 • 1 jalapenop pipar eða grænn chilli
 • 1 lítill laukur, skorin í stóra bita
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 1 lime safinn og rifinn börkurinn
 • 1 dl kóríander
 • salt eftir smekk
 • smá ólívuolía

Allt sett í matvinnsluvél eða töfrasprota og maukað vel saman.

Auglýsing

Aðferð:

1. Öllu hráefninu í vefjurnar er dreift jafnt á tortillurnar, og þeim síðan lokað. Gott er að grilla þær í mínútugrilli en einnig er hægt að steikja þær á pönnu með smá smjöri en þá verða þær extra stökkar að utan. Berið fram með extra sýrðum rjóma og afgangs salsa.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram