Kjúklinga taco með avocado og kóríandersósu

Auglýsing

Þessi réttur tekur taco uppá annað level. Og uppáhaldið mitt er kóríandersósan. Þú verður að prufa þessar!

Hráefni:

450 gr kjúklingur

2 dl sýrður rjómi

Auglýsing

2 avocado

6-8 litlar tortillur (það er hægt taka stóra og skera út nokkrar minni)

3 hvítlauksgeirar rifnir niður

ferskt kóríander skorið fínt niður

1 tsk chilliduft

1/2 tsk cumin

1/4 tsk hvítlauks eða laukduft

lime

salt og pipar

olía

Aðferð:

1. Skerið kjúkling í góða munnbita.  Takið meðalstóra skál og hrærið saman olíu, 2 hvítlauksgeirum, chilli, cumin, laukdufti, og salti. Bætið kjúklingnum saman við og geymið í kæli í 10 mínútur. Steikið síðan kjúklinginn upp úr olíu á vel heitri pönnu þar til hann er steiktur í gegn og kreistið smá lime safa yfir í lokin.

2. Blandið saman sýrðum rjóma, kóríander, 1 hvítlauksgeira og lime safa í töfrasprota eða matvinnsluvél. Smakkið til með salti og pipar.

3. Hitið tortillurnar upp og raðið síðan í þær, avocado, kjúklingnum og toppið með sósunni.

 

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Kúrbíts franskar með aioli sósu

Kúrbíts franskar með aioli sósu

Sítrónukaka með rjómaostakremi

Sítrónukaka með rjómaostakremi

Grísalund með hunangs-hvítlauksgljáa

Risarækjur í Thai kókos

Avocado pesto með basil og hvítlauk

Avocado pesto með basil og hvítlauk

Instagram