Kjúklingabringur á pönnu í rjóma-sítrónusósu

Hráefni:

  •  2 dl kjúklingasoð
  •  2 msk sítrónusafi
  •  1 msk rifinn hvítlaukur
  •  ½ tsk chilliflögur
  •  1 msk ólívuolía
  •  1/2 dl fínt saxaður skallottlaukur
  •  2 msk smjör
  •  1 dl rjómi
  •  2 msk söxuð steinselja eða basilika
  • 4 kjúklingabringur
  • salt og pipar

Aðferð:

1. Kryddið kjúklingabringurnar til með salti og pipar.

2. Blandið kjúklingasoði, sítrónusafa, hvítlauk og chilliflögum saman í skál.

3. Hitið ofninn í 185 gráður.

4. Hitið ólívuolíu á pönnu. Steikið kjúklinginn í c.a. 2-3 mín á hvorri hlið. Takið hann þá af pönnunni og leggið til hliðar.

5. Steikið næst skallottlaukinn á pönnunni og hellið kjúklingasoð-blöndunni á pönnuna. Náið upp suðu og leyfið þessu að malla í 10-15 mín. Þegar sósan hefur þykknað er pannan tekin af hitanum, smjörið sett saman við ásamt rjómanum og þetta er hrært mjög vel saman. Setjið kjúklinginn á pönnuna og stingið pönnunni inn í ofn í 5-8 mín eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Toppið með steinselju eða basiliku og sítrónusneiðum. Berið fram strax.

Auglýsing

læk

Instagram