Naan brauð með hvítlauk og kóríander

Auglýsing

Fljótlegt heimalagað naan brauð með hvítlauk og kóríander sem passar með öllum mat.

Hráefni:

6 dl hveiti

1/2 tsk sykur

Auglýsing

2 dl vatn volgt

1 tsk þurrger

1 tsk laukduft

1 msk ólívuolía

2 msk hvítlaukur fínt skorinn niður

2 msk kóríander fínt saxað niður

Aðferð:

1. Setjið vatn, sykur og þurrger saman í skál og leyfið þessu að standa í um 5-10 mín eða þar til þetta fer að freyða.

2. Hrærið þetta vel upp og blandið síðan hveitinu saman við og hnoðið vel saman. Leyfið deiginu að lyfta sér í um 40 mín. Skiptið því síðan upp í 8 parta og hnoðið úr þeim 8 kúlur. Breiðið yfir þetta og leyfið þessu að standa í 5 mín.

3. Blandið kóríander og hvítlauk vel saman. Fletjið núna kúlurnar örlíðið út og setjið smá hvítlauksblöndu á hverja og eina áður en þið klárið að fletja út og rúllið svo yfir. Þá festist hvítlaukurinn vel ofan í brauðinu. Snúið þessu svo við og penslið örlitlu vatni á þetta, þá festist þetta síður við pönnuna.

4. Steikið brauðin núna á pönnu upp úr olíu, þar til þau verða fallega gyllt. Berið þau fram heit og penslið þau með bræddu smjöri eða ólívuolíu áður en þau eru borin fram.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram