Ofnbakaðar gulrætur með dijon-hunangs gljáa

Hráefni:

  • 1 poki gulrætur, hreinsaðar til
  • 2 msk ólívuolía
  • 2 msk hlynsýróp
  • 1/2 msk grófkorna sinnep (má sleppa)
  • 1/2 msk dijon sinnep
  • 1/2 msk hrísgrjónaedik (eða eplaedik)
  • 2 tsk sojasósa
  • 1 hvítlauksgeiri, rifinn niður
  • 1 msk söxuð steinselja til skrauts (má sleppa)

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Blandið saman öllum hráefnum í skál. Takið helminginn af sósunni og setjið í stóra skál ásamt gulrótunum, hristið þetta vel saman. Hellið næst gulrótunum á ofnplötuna og dreifið vel úr þeim. Bakið þær í um 20-30 mín eða þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar og farnar að taka á sig fallega gylltan lit. Gott er að snúa þeim við þegar eldunartíminn er hálfnaður.

3. Hellið afgangnum af sósunni yfir þær þegar þær koma úr ofninum og berið fram strax.

Auglýsing

læk

Instagram