Ofnbakaður beikonvafinn Halloumi ostur

Auglýsing

Halloumi ostur er þeim eiginleika gæddur að þegar hann er hitaður verður hann ekki óviðráðanlegur og lekur út um allt. Hann heldur algjörlega lögun sinni en verður mjúkur og góður. Hann er aðeins saltur og passar einstaklega vel við salt beikonið. Beikonvafðir Halloumi bitar passa frábærlega á smáréttaborðið einir og sér en einnig er gott að útbúa salat og toppa það með bitunum. Osturinn fæst í öllum helstu matvöruverslunum og er á mjög góðu verði.Mæli með að prufa!

1 Halloumi ostur

1/2 beikonbréf

svartur pipar

Auglýsing

Aðferð:

1. Skerið ostinn í hæfilega stóra bita. Piprið örlítið ostinn áður en beikonsneiðunum er vafið utan um hann. Gott er að stinga tannstöngli í gegn svo beikoni haldist um ostinn.

2. Setjið inn í 190 gráðu heitan ofn í 18-20 mín eða þar til beikonið er orðið gyllt og stökkt.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram