Ofnbakaður kjúklingur með kartöflum í hvítlauks-parmesan-rjómasósu

Hráefni:

  • 6 úrbeinuð kjúklingalæri
  • 1 msk ítalskt krydd
  • Sjávarsalt og svartur pipar
  • 3 msk smjör
  • 5 dl spínat, saxað niður
  • 10 kartöflur, afhýddar og skornar í tvennt ( eða fernt ef kartöflurnar eru stórar )
  • 2 msk fersk söxuð steinselja

Hvítlauks-parmesansósa:

    • 50 gr smjör
    • 4 hvítlauksgeirar, rifnir niður
    • 2 msk hveiti
    • 2 1/2 dl kjúklingsoð (meira ef þarf)
    • 1 tsk þurrkað timjan
    • 1/2 tsk þurrkuð basilika
    • 2 dl rjómi
    • 1 dl rifinn parmesan
    • sjávarsalt og pipar

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður. Smyrjið eldfast mót að innan með olíu eða smjöri.

2. Kryddið kjúklinginn með salti, pipar og ítölsku kryddi. Bræðið 2 msk af smjöri á pönnu og steikið kjúklinginn í um 2-3 mín á hvorri hlið eða þar til hann orðinn fallega gylltur. Leggið hann til hliðar á disk eða fat.

3. Notið sömu pönnu og bræðið 1 msk af smjöri. Mýkið spínatið á pönnunni í um 2 mín. Takið það af pönnunni og leggið til hliðar.

4. Bræðið næst 50 gr af smjöri á pönnunni og steikið hvítlaukinn í 1-2 mín. Hrærið þá hveitinu saman við og hrærið stanslaust í þessu í 1 mín. Hrærið næst kjúklingasoðinu saman við í skömmtum. Síðast er rjómanum hrært saman við þetta ásamt parmesan ostinum. Kryddið þetta til með salti, pipar, basiliku og timjan.

5. Raðið kjúklingum í eldfasta mótið, dreifið kartöflunum og spínatinu meðfram kjúklingnum og hellið síðast rjómasósunni yfir þetta. Bakið þetta í ofninum í c.a. 25-30 mín eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og kartöflurnar orðnar mjúkar. Toppið með ferskri steinselju og berið fram strax.

Auglýsing

læk

Instagram