Ofnbakaður ostur með karamellulauk og beikoni

Hráefni:

  • 2 laukar skornir niður
  • 4 beikonsneiðar
  • 1/4 tsk sykur
  • 1/4 tsk sjávarsalt
  • 1/4 tsk tabasco eða sriracha sósa
  • 1/2 tsk ferskt timjan saxað niður
  • 2 1/2 dl góður bragðmikill ostur, rifinn niður (t.d. provolone, Gruyere, mikið úrval í ostaborðinu í Hagkaup)
  • 1 dl sýrður rjómi
  • 1 dl majones
  • 1/4 tsk svartur pipar

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður. Steikið beikon á pönnu þar til það verður vel stökkt. Skerið það svo niður í litla bita.

2. Notið sömu pönnuna með beikonfitunni og steikið lauk á háum hita ásamt sykri í um 5 mín. Lækkið hitann örlítið og bætið salti saman við. Hrærið reglulega í þessu á meðan laukurinn er að brúnast í sykrinum, þetta getur tekið um 15 mín. Passið að brenna laukinn ekki.

3. Þegar laukurinn er klár hrærið þið timjan og tabasco saman við hann og færið pönnuna af hitanum. Hrærið saman sýrðum rjóma og majonesi í skál. Bætið beikoninu, ostinum, laukbl-ndunni og svörtum pipar út í skálina og hrærið vel saman. Færið þetta yfir í eldfastmót og bakið í um 20 mín eða þar til þetta fer að „búbbla“ og tekur á sig fallega gylltan lit.

Auglýsing

læk

Instagram