today-is-a-good-day

Pastaréttur í spicy rjómasósu með ítalskri pylsu

Hráefni:

  • 1 msk ólívuolía
  • 1 pakki pasta að eigin vali
  • 1 laukur, saxaður smátt
  • 500 gr ítölsk pylsa (fæst í kjötborðum, t.d. í Pylsumeistaranum)
  • 3 hvítlauksgeirar, rifnir niður
  • 1 dós saxaðir tómatar
  • 1  dós tómatsósa
  • 1 msk tómatpúrra
  • 1/2 tsk þurrkuð basilika
  • 1/2 tsk salt
  • 1/2 tsk chilliflögur
  • 1/4 tsk svartur pipar
  • 1 1/2 dl rjómi
  • 1 1/2 dl rifinn parmesan

Aðferð:

1. Hitið olíu á pönnu og steikið lauk þar til hann fer að mýkjast. Setjið þá pylsurnar á pönnuna og brjótið niður með sleif á meðan þær steikjast. Þegar þetta er farið að brúnast örlítið þá fer hvítlaukurinn á pönnuna og þetta steikt áfram í 1 mín. Hellið allri umfram fitu í burtu.

2. Bætið tómötum, tómatsósu, tómat púrru, basiliku, salti, chilliflögum og pipar á pönnuna og leyfið þessu að malla í um 15 mín.

3. Á meðan er pastað soðið eftir leibeiningum á pakkningu. Sigið næst vatnið frá og setjið pastað í stóra skál.

4. Hellið rjóma út á pönnuna og leyfið þessu að malla áfram í 5 mín. Lækkið þá hitann og hrærið parmesan ostinn saman við.

5. Hellið sósunni yfir pastað og blandið þessu vel saman. Berið fram strax með rifnum parmesan og extra svörtum pipar.

Auglýsing

læk

Instagram