Pizza með beikoni, karamellu-lauk og mozzarella

Auglýsing

       1 pizza deig, tilbúið eða heimalagað

 • 7 beikonsneiðar, skornar niður og steiktar vel
 • 3 msk ólívuolía
 • 1/4 poki spínat
 • 1 stór rauðlaukru skorinn í sneiðar
 • Salt og pipar eftir smekk
 • 1 tsk sykur
 • 1 msk balsamic edik
 • 2 msk smjör
 • 1 hvítlauksgeiri rifinn niður
 • 2 msk hveiti
 • 1/2 dl mjólk
 • 200 gr mozzarellaostur rifinn
 • 60 gr parmesan ostur rifinn

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 230 gráður. Hitið 1 msk af ólívuolíu á pönnu, látið spínatið á pönnuna og leyfið því að hitna vel í gegn í olíunni. Leggið spínatið til hliðar á disk, með pappír, til þess að þerra mesta vökvann af því.

2. Bætið aftur 1 msk af olíu á pönnuna og steikið laukinn í um 10 mín, salt eftir smekk. Bætið þá sykri saman við og leyfið þessu að malla í 5-10 mín eða þar til laukurinn verður karamellu-kenndur. Gott er að bæta reglulega 1 tsk af vatni á pönnuna svo laukurinn verði ekki þurr og brenni. Í lokin fer basamik edik saman við laukinn og leyft að malla í 1 mín áður en pannan er tekin til hliðar.

Auglýsing

3. Deigið er núna flatt út og penslað með olíu og látið standa í 10 mín. Hitið lítinn pott á pönnu og bræðið smjör í pottinum. Hrærið næst hveiti og hvítlauk saman við og hrærið stanslaust í pottinum á meðan. Á meðan þetta er pískað saman fer mjólkin í mjórri bunu saman við. Kryddið til með salti og pipar og leyfið suðunni að koma upp og þá er þetta tekið til hliðar af hitanum.

4.  Dreifið úr sósunni yfir pizzabotninn og næst helmingurinn af mozzarella og parmesanostinum . Dreifið þá spínati, beikoni og lauk jafnt yfir pizzuna. Hinn helmingurinn af mozzarella og parmesanostinum fer þar yfir. Bakið í ofninum í 10-12 mín, eða þar til osturinn er bráðinn og pizzan er orðin gyllt og stökk.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram