Risahörpuskel í rjómasósu með sítrónu og hvítlauk

[the_ad_group id="3076"]

  • 2 msk ólívuolía
  • 600 grömm risahörpuskel, sem búið er að þíða frostið úr 
  • 2 msk smjör
  • 4-5 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 1 dl þurrt hvítvín eða kjúklingasoð
  • 2 1/2 dl rjómi
  • 1 msk sítrónusafi
  • 2 msk söxuð fersk steinselja

Aðferð:

1. Steikið hörpuskelina upp úr olíu á pönnu í c.a. 2-3 mín á hvorri hlið. Ekki steikja of margar í einu á pönnunni því þá hættir þeim til að soðna frekar en að steikjast. Steikið þær frekar í nokkrum skömmtum.

2. Kryddið til með salti og pipar og færið hörpuskelina af pönnunni á disk eða fat. Bræðið smjör á sömu pönnu og steikið hvítlaukinn í um 1 mín. Hellið þá hvítvíninu/eða soðinu á pönnuna og leyfið þessu að malla í 2 mín eða þar til vökvinn hefur minnkað um helming. Bætið þá rjóma út í og mallið áfram þar til sósan hefur þykknað aðeins.

3. Færið pönnuna af hitanum og hrærið sítrónusafa saman við, færið hörpuskelina aftur á pönnuna og leyfið henni að hitna örlítið í sósunni. Salt og pipar eftir smekk og skreytið með saxaðri steinselju.

Auglýsing

læk

Instagram