Risarækju salat með avocado og tómötum

Auglýsing

Súper ferskt og hollt risarækju salat fyrir tvo.

Hráefni:

  • 220 gr risarækjur
  • 1 stór avocado skorið niður
  • handfylli af litlum tómötum skornum niður
  • 1/2 rauðlaukur, skorinn smátt
  • fersk kóríander saxað niður
  • 2 msk smjör, brætt
  • 1 msk lime safi
  • 1 msk ólívuolía
  • Salt og pipar

Aðferð:

1. Setjið rækjurnar í skál og veltið þeim upp úr bráðna smjörinu. Steikið þær síðan á pönnu í um 1-2 mín á hvorri hlið og kryddið til með salti og pipar( hér má einnig setja smá chilli fyrir extra “kick” ) Færið þær síðan til hliðar á meðan salatið er útbúið.

Auglýsing

2. Blandið öllum hinum hráefnunum, avocado, tómötum, rauðlauk og kóríander í stóra skál. Hellið olívuolíu og lime safa yfir og blandið allt vel saman.

3. Rækjurnar fara svo saman við salatið og þessu er blandað létt saman. Kryddið til með salti og pipar.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram