today-is-a-good-day

Rjómalagað pasta með kjúkling og beikoni

Pasta, rjómi, beikon, parmesanostur og kjúklingur! Þarf að segja eitthvað meira? Þetta getur varla klikkað.

Hráefni:

  • 180 g pasta að eigin vali (gott að nota linguine eða spaghetti)
  •  150 – 200 g beikon skorið í litla bita
  •  180 g kjúklingabringur , skornar í hæfilega bita
  • 1 msk smjör
  • 185 ml rjómi
  • 2 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 1/2 lítill laukur, skorinn fínt niður
  • 1 1/2 dl rifinn parmesan
  • 1/2 teningur kjötkraftur

Aðferð:

1. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu( mínus 2 mínútur því eldunin klárast þegar pastað fer í sósuna ). Þegar pastað er tilbúið þá er vatnið sigtað frá, en takið fyrst til hliðar 2-3 dl af pastavatninu og geymið, það fer í sósuna síðar )

2. Steikið beikonbitana á pönnu þar til þeir verða dökkir og stökkir. Leggið þá síðan á disk með eldhúspappír.

3. Kryddið kjúklinginn með salti og pipar og steikið með sömu pönnu og beikonið var steikt á og þrífið hana ekki á milli. Beikonfitan er fullkomin til að steikja kjúklinginn.

4. Takið síðan hreina pönnu eða víðan pott. Steikið lauk og hvítlauk upp úr smjöri í 3 mín eða þar til laukurinn mýkist. Bætið rjómanum á pönnuna, 2 dl af pastavatni( sem var tekið til hliðar eftir pastasuðuna), parmesan, kjötkraftur og smakkað til með salti og pipar. Bætið soðna pastanu saman við og hrærið vel. Leyfið þessu að blandast vel saman í 2 mín. Má bæta aðeins af pastavatninu saman við ef sósan verður of þykk.

5. Kjúklingurinn og beikonið fara loks saman við. Borið fram með parmesan og steinselju

Auglýsing

læk

Instagram