Smjörsteiktar risarækjur með hvítlauk og ferskum aspas

Auglýsing

Einstaklega ljúffengur réttur og fljótlegt að matreiða hann. Þessi er líka snilld fyrir þá sem eru á Keto eða öðru lágkolvetna mataræði.

Hráefni:

 • 1/2 kg risarækjur
 • 1 búnt af ferskum aspas
 • 3 msk smjör
 • 1 msk ólívuolía
 • 5 hvítlauksgeirar rifnir niður
 • 1 tsk ítalskt krydd
 • 2 tsk hvítlauksduft
 • salt og pipar
 • 60 ml grænmetissoð
 • 1 msk Sriracha (eða önnur chilli sósa en auðvitað má sleppa)
 • þurrkað chillikrydd
 • safinn af 1/2 sítrónu
 • fersk steinselja eða kóríander til skrauts

Aðferð:

1. Hitið 1 msk olíu og 1 msk af smjör á pönnu. Steikið aspasinn í c.a. 4-6 mín eða þar til hann er farinn að mýkjast vel upp. Kryddið hann til með salti,pipar og smá chilli. Takið aspasinn til hliðar af pönnunni.

Auglýsing

2. Notið sömu pönnu og bætið 2 msk af smjöri á pönnuna. Steikið rækjurnar upp úr smjörinu í 2 mín og kryddið til með salti og pipar. Bætið hvítlauknum, ítalska kryddinu og hvítlauksduftinu á rækjurnar og steikið áfram í 1 mín. Bætið þá grænmetissoðinu og Sriracha sósunni saman við. Leyfið soðinu að sjóða niður í um 1 mín.

3. Ýtið rækjunum til hliðar á pönunni og bætið aspasnum aftur á pönnna. Veltið þeim vel upp úr sósunni og kreistið sítrónu yfir allan réttinn. Leyfið þessu að hitna vel og berið síðan fram með steinselju/kóríander, sítrónusneiðum og chillikryddi( má sleppa).

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram