today-is-a-good-day

Ótrúlega einfalt og bragðgott spaghetti með hvítlauk, chilli og sítrónu

Eldamennska þarf ekki að vera flókin til þess að maturinn sé góður. Þessi pastaréttur er ekki bara sá allra einfaldasti, hann er líka með þeim betri.

Hráefni:

250 gr spaghetti
3 msk ólívuolía
2 msk smjör
2 msk smátt saxaður skallotlaukur
3 hvítlauksgeirar, skorinn smátt
1 sítróna (safinn+börkurinn raspaður niður)
salt og pipar eftir smekk

Borið fram með:
extra sítrónubörkur, raspaður niður
chilli flögur
rifinn parmesanostur

Aðferð:

1. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum. Sigtið síðan vatnið frá og leggið pastað til hliðar.

2. Hitið olíu og smjör á pönnu. Þegar smjörið hefur bráðnað þá fer laukurinn og hvítlaukurinn á pönnuna í um 2-3 mín. Bætið þá pastanu á pönnuna og kryddið til með salti og pipar. Blandið vel saman. Þá fer sítrónusafinn+börkurinn saman við og öllu blandað saman á pönnunni í um 1 mín.

Berið fram með sítrónuberki, chilli flögum og vel af parmesan. Njótið!

Auglýsing

læk

Instagram