Stökkar hvítlauks kartöflur með sunnudags-steikinni!

Hráefni:

  • 1 kg kartöflur
  • 1 msk salt
  • 3 msk ólívuolía

Hvítlaukssmjörið:

  • 250 gr smjör
  • 4 hvítlauksgeirar
  • 2 msk söxuð fersk steinselja
  • svartur pipar eftir smekk

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og skerið kartöflurnar í litla bita, óþarfi að taka hýðið af.

2. Setjið vatn í pott ásamt 1 msk af salti. Náið upp suðu og setjið þá kartöflurnar út í vatnið. Látið þær malla í 5 mín. Takið þær af pönnunni og hellið vatninu af þeim og þerrið mesta vatnið af þeim.

3. Á meðan kartöflurnar þorna er gott að laga hvítlaukssmjörið. Þá er smjörið brætt í potti ásamt smátt skornum hvítlauknum. Þessu er leyft að malla rólega saman í nokkrar mínútur. Takið af hitanum og leggið til hliðar.

4. Hitið næst ólívuolíu á pönnu ( sem má fara í ofn ) og steikið kartöflurnar í um 4-5 mín og veltið þeim reglulega til. Setjið næst pönnuna inn í ofninn í um 10-15 mín eða þar til kartöflurnar verða fallega gylltar og stökkar.

5. Setjið saxaða steinselju saman við hvítlaukssmjörið og hellið því síðan yfir kartöflurnar. Kryddið þær til með svörtum pipar ( og salti ef þarf ) og berið fram strax.

Auglýsing

læk

Instagram