Stökkar sætkartöflu franskar með avocado-kóríander dýfu

Hráefni:

  • 1 stór sæt kartafla, skorin í strimla
  • 1½ msk maíssterkja
  • 2 msk matarolía
  • ½ tsk cumin
  • ½-¾ tsk chilli duft
  • ½ tsk reykt paprika
  • ¼ tsk kanill
  • about ½ tsk salt

Avocado-kóríander dýfa:

  • 1 vel þroskað avocado
  • 2 msk lime safi
  • 1/2 dl kóríander
  • 1 hvítlauksgeiri
  • ¼ tsk salt
  • svartur eða hvítur pipar eftir smekk

Aðferð:

1. Setjið kartöflustrimlana í stóra skál með ísköldu vatni og leyfið þessu að standa á meðan kryddblandan er útbúin.

2. Blandið kryddunum saman ásamt maíssterkju, geymið saltið þar til seinna.

3. Hellið vatninu af kartöflunum og þerrið þær með viskustykki eða eldhúspappír.

4. Setjið kartöflurnar í poka ásamt kryddblöndunni og hristið þetta vel saman. Hitið ofninn í 225 gráður og setjið bökunarpappír á ofnplötu. Dreifið úr kartöflunum á ofnplötuna, gott er að hafa smá bil á milli þeirra, ekki láta þær snertast.

5. Bakið þetta í 30-35 mín. Þegar eldurnartíminn er hálfnaður er gott að snúa kartöflunum við. Takið úr ofninum, setjið í skál og saltið.

6. Setjið allt hráefnið í dýfuna í blandara og blandið vel saman. Ef hún er of þykk má bæta 1 msk af vatni saman við.

Auglýsing

læk

Instagram